Nýir sokkar inn um lúguna í hverjum mánuði

Smart Socks er ný þjónusta á Íslandi en þessi tegund þjónustu hefur verið gríðarlega vinsæl í löndunum allt í kringum okkur. Þessi þjónusta gengur útá það að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði, annað hvort í gegnum hefðbundna áskrift eða gjafaáskrift. Sé hefðbundin áskrift valin er í boði að fá annað hvort 1 par inn um lúguna eða 2 pör og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu og ENGINN binditími. Sé valið að gefa sokkaáskrift sem gjöf er hægt að velja um 1 eða 2 pör og láta gjöfina endast í 3, 6 eða 12 mánuði.

ATH að til að tryggja að sokkarnir skili sér inn um lúguna þarf að sjálfsögðu að ganga úr skugga um að merkingar séu fullnægjandi og að lúgan eða póstkassinn sé a.m.k (LxBxH) 26cmX35cmX25cm. Ef þessum kröfum er ekki mætt þá eru sokkarnir annað hvort endursendir til okkar eða að viðskiptavinur fær tilkynningu um að sækja sokkana á næsta pósthús.

Allir sokkarnir okkar eru úr 100% bómull og er hægt að velja úr 2 mismunandi stærðum 34-39 og 38-45.