Skilmálar Smart Socks

SKILMÁLAR

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur hvort þú viljir fá sent eitt eða tvö pör af sokkum í mánuði, eða hvort þú ætlir að gefa sem gjöf. Ef valið er eitt eða tvö pör er næst valið hvort óskað sé eftir að greiða áskriftargjaldið mánaðarlega eða í einu lagi strax í upphafi. Því næst eru settar inn upplýsingar um áskrifanda, aðila sem á að fá sokkana senda, og að lokum eru skráðar greiðslukorta upplýsingar.

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

Eigandi vefverslunarinnar er Smartkaup ehf., kt. 510914-0820, Garðabær.

AFHENDING VÖRU

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Smartkaup ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Smartkaup ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

ATH að til að tryggja að sokkarnir skili sér inn um lúguna þarf að sjálfsögðu að ganga úr skugga um að merkingar séu fullnægjandi og að lúgan eða póstkassinn sé a.m.k (LxBxH) 26cmX35cmX25cm. Ef þessum kröfum er ekki mætt þá eru sokkarnir annað hvort endursendir til okkar eða að viðskiptavinur fær tilkynningu um að sækja sokkana á næsta pósthús.

VERÐ

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum, með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Sendingarkostaður er innifalin í verði og er enginn binditími. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.

Seljandi notar örugga greiðslugátt frá DalPay. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard, og American Express. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Smartkaup ehf. og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 4122600

GREIÐSLA ÁSKRIFTAR OG UPPSAGNIR

Nánar um greiðslu áskriftar og uppsagnir hér.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

LÖG OG VARNARÞING

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 15. júlí 2017.

HÖFUNDARRÉTTUR

Allt efni á www.smartsocks.is, texti, grafík, lógó og myndir, er eign Smartkaupa ehf.

Smart Socks áskilur sér rétt til að gera breytingu á skilmálum en allar slíkar breytingar verða tilkynntar með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.

— Skilmálar voru upphaflega útgefnir þann 25. ágúst 2017. —

Pin It on Pinterest

Share This