GREIÐSLA ÁSKRIFTAR OG UPPSÖGN

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR MÁNAÐARLEGAR GREIÐSLUR: Enginn binditími.

Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi þegar þú gengur frá skráningu á www.smartsocks.is. Allar greiðslur eftir það skuldfærast 5. hvers mánaðar óháð kaupdegi. Fyrsta sending af sokkum er send til viðtakanda næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir að gengið hefur verið frá áskrift, hvort sem fyrr reynist. Eftir það eru sendingar póstlagðar næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir 5. hvers mánaðar. Áskriftin heldur áfram þar til þú sendir skriflega uppsögn með tölvupósti á netfangið info@smartsocks.is. Til að uppsögn taki gildi strax þarf hún að berast fyrir 1. hvers mánaðar. Berist uppsögn eftir 1. hvers mánaðar tekur uppsögnin gildi frá og með næsta mánaðarmótum og er þá einn áskriftarmánuður skuldfærður af kreditkorti þínu til viðbótar og ein sending af sokkum send til þín.

Áskriftargjaldið er innheimt 5. hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti. Áskriftargjaldið er innheimt þar til uppsögn er lögð inn samkvæmt ofangreindu.

Takist skuldfærslan fyrir áskriftargjaldinu ekki 5. hvers mánaðar, verður sendur tölvupóstur til þín til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til henni sagt er upp. Ef tveir mánuðir eru ógreiddir er litið á sem að áskrift sé sagt upp og verður þá send önnur tilkynninging til þín. Skuldfærsla fyrir ógreiddum áskriftargjöldum er reynd aftur reglulega þar til skuldfærsla tekst. Takist skuldfærsla fyrir ógreiddum áskriftargjöldum er horft á slíkt sem fullnaðargreiðslu en ekki mun opnast fyrir áskriftina þína á ný nema að þú farir í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR ÁSKRIFTARGJALD GREITT AÐ FULLU Í UPPHAFI.

Greiðsla áskriftargjalds er gerð á kaupdegi þegar gengið er frá skráningu á www.smartsocks.is. Fyrsta sending af sokkum er send til viðtakanda næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir að gengið hefur verið frá áskrift, hvort sem fyrr reynist. Eftir það eru sendingar póstlagðar næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir 5. hvers mánaðar. Tímabilið miðast við kaupdag þinn. Óskir þú ekki eftir því að halda áfram áskift að 12 mánuðum liðnum þarf uppsögn að berast skriflega með tölvupósti á netfangið info@smartsocks.is í síðasta lagi 1. dag mánaðarins áður en áskriftin þín á að endurnýjast. Hafi uppsögn ekki borist, fyrir 1. dag mánaðarins áður en áskrift lýkur, mun áskriftin endurnýjast og kreditkortið þitt skuldfært fyrir nýrri 12 mánaða áskrift.

Takist skuldfærslan ekki fyrir endurnýjun áskriftar er litið svo á að áskrift sé sagt upp og verður ekki reynt frekar að skuldfæra fyrir áskrift. Viljir þú engu að síður halda áfram í áskrift þarft þú að fara í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

3, 6 eða 12 MÁNAÐA TÍMABUNDIN ÁSKRIFT GEFIN SEM GJÖF

Sé 3, 6 eða 12 mánaða áskrift gefin sem gjöf er greiðsla gjalds gerð á kaupdegi, þegar gengið er frá skráningu á www.smartsocks.is. Áskrift sem gjöf samanstendur af 3, 6 eða 12 sendingum af sokkum til þess aðila sem þú skráir að eigi að fá sokkana senda. Þegar 3., 6. eða 12. sending hefur verið send lýkur áskriftinni sjálfkrafa og kemur ekki til fleiri sendinga nema þú, eða móttakandi sokkanna, fari í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

 

Smart Socks áskilur sér rétt til að breyta dagsetningu skuldfærslu en allar slíkar breytingar verða tilkynntar með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.

— Skilmálar voru upphaflega útgefnir þann 25. ágúst 2017. Breyting var gerð á skilmálum þann 26. september 2017 —