Gefðu áskrift af sokkum

2.970 kr.21.480 kr.

Áskrift af sokkum er gjöf sem heldur áfram að gefa næstu 3, 6 eða 12 mánuði og er því tilvalin jólagjöf.  Ef þú vilt senda kveðju með fyrsta pakkanum þá skrifar þú kveðjuna í athugasemd og við sjáum til þess að hún fylgi með í fyrsta pakkanum. Við setjum miða með í fyrsta pakka sem segir til um að viðkomandi hafi verið að fá áskrift af sokkum sem gjöf og tilgreinum í hve langan tíma áskriftin varir. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur póst á info@smartsocks.is eða hafið samband við okkur í gegnum spjallið hér á síðunni.  Sokkarnir okkar eru í stærðum 34-38, 39-42 og 43-45 en það er alltaf gott að setja í athugasemd ef þið vitið skónúmer hjá viðkomandi. Ef valið er að blanda saman stærðum þá þarf að setja athugasemd í hvaða stærðum sokkarnir eiga að vera.

ATH að ef gjafaáskriftin er jólagjöf þá er það tekið fram í kaupferlinu hér á síðunni og þá sendist fyrsti pakki sjálfkrafa til greiðandans og svo til viðtakanda eftir það. Í kaupferlinu er hakað í „senda á annan viðtakanda“ og þar eru settar inn upplýsingar um þann sem á að fá gjöfina. 

Fyrir pantanir sem berast eftir 11. desember verður sent gjafabréf til greiðanda sem hægt er að prenta út og gefa þeim sem á að fá áskriftina í jólagjöf. Fyrsti pakki verður sendur til viðtakanda í byrjun janúar. Ástæða þessa er sú að ekki er hægt að ábyrgjast að pakkinn berist fyrir jól.

Hreinsa

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Pin It on Pinterest