UM SMARTSOCKS Á ÍSLANDI

NÝJIR SOKKAR INN UM LÚGUNA Í HVERJUM MÁNUÐI

Smart Socks er ný þjónusta á Íslandi en þessi tegund þjónustu hefur verið gríðarlega vinsæl í löndunum allt í kringum okkur.

Þessi þjónusta gengur útá það að fá send til sín sokkapör einu sinni í mánuði, annað hvort í gegnum hefðbundna áskrift eða gjafaáskrift.

Sé hefðbundin áskrift valin er í boði að fá annað hvort 1 par inn um lúguna eða 2 pör og er sendingarkostnaður innifalinn í verðinu og ENGINN binditími. Sé valið að gefa sokkaáskrift sem gjöf er hægt að velja um 1 eða 2 pör og láta gjöfina endast í 3, 6 eða 12 mánuði.

ATH að til að tryggja að sokkarnir skili sér inn um lúguna þarf að sjálfsögðu að ganga úr skugga um að merkingar séu fullnægjandi og að lúgan eða póstkassinn sé a.m.k (LxBxH) 26cmX35cmX25mm. Ef þessum kröfum er ekki mætt þá eru sokkarnir annað hvort endursendir til okkar eða að viðskiptavinur fær tilkynningu um að sækja sokkana á næsta pósthús.

Allir sokkarnir okkar eru úr 100% bómull og er hægt að velja úr 3 mismunandi stærðum 34-38, 39-42 og 43-45.

SKILMÁLAR

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur hvort þú viljir fá sent eitt eða tvö pör af sokkum í mánuði, eða hvort þú ætlir að gefa sem gjöf. Því næst eru settar inn upplýsingar um áskrifanda, aðila sem á að fá sokkana senda, og að lokum eru skráðar greiðslukorta upplýsingar.

Upplýsingar um seljanda

Eigandi vefverslunarinnar er Smartkaup ehf., kt. 510914-0820, Garðabær.

Afhending vöru

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Smartkaup ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Smartkaup ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

ATH að til að tryggja að sokkarnir skili sér inn um lúguna þarf að sjálfsögðu að ganga úr skugga um að merkingar séu fullnægjandi og að lúgan eða póstkassinn sé a.m.k (LxBxH) 26cmX35cmX25cm. Ef þessum kröfum er ekki mætt þá eru sokkarnir annað hvort endursendir til okkar eða að viðskiptavinur fær tilkynningu um að sækja sokkana á næsta pósthús.

Verð

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum, með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Sendingarkostaður er innifalin í verði og er enginn binditími. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan.

Seljandi notar örugga greiðslugátt frá DalPay. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard, og American Express. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Smartkaup ehf. og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 4122600

Trúnaður

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Skilmálar þessir gilda frá 15. júlí 2017.

Höfundarréttur

Allt efni á www.smartsocks.is, texti, grafík, lógó og myndir, er eign Smartkaupa ehf.

Smart Socks áskilur sér rétt til að gera breytingu á skilmálum en allar slíkar breytingar verða tilkynntar með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.

— Skilmálar voru upphaflega útgefnir þann 25. ágúst 2017. —

 

MEÐFERÐ PERSÓNUUPLÝSINGA

1. Vefverslun

Þegar þú kaupir vörur í vefverslun okkar þarftu að gefa upp kreditkortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að inna greiðslu af hendi og senda vörurnar heim til þín.

2. Sjálfvirk upplýsingasöfnun

Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.

3. Netföng

Þegar þú skráir þig á póstlistann okkar eða gengur frá pöntun á áskrift fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.

4. Hvernig meðhöndlum við upplýsingar um þig?

Það sem þú deilir með okkur fer ekki lengra!

Rétt eins og þú, þá þolum við ekki ruslpóst. Þess vegna ábyrgjumst við að selja aldrei persónuupplýsingar þínar til ótengdra aðila.

Stundum þurfum við að fá til liðs við okkur utanaðkomandi aðila sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í sumum tilvikum þurfum við að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt svo að hann geti sent vörurnar þínar heim til þín.

Við takmörkum persónuupplýsingar sem slíkum fyrirtækjum er veitt og þeim er aðeins veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi að veita slíka þjónustu. Við veitum þessum aðilum strangt eftirlit til að tryggja friðhelgi viðskiptavina okkar.

Með því að gefa upp annað heimilisfang en þitt eigið gengst þú við því að hafa til þess leyfi frá þeim sem veita á vörunni viðtöku.

Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.

GREIÐSLA ÁSKRIFTA & UPPSÖGN

Ótímabundinn samningur mánaðarlegrar greiðslu: Enginn binditími.

Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi þegar þú gengur frá skráningu á www.smartsocks.is. Allar greiðslur eftir það skuldfærast 5. hvers mánaðar óháð kaupdegi. Fyrsta sending af sokkum er send til viðtakanda næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir að gengið hefur verið frá áskrift, hvort sem fyrr reynist. Eftir það eru sendingar póstlagðar næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir 5. hvers mánaðar. Áskriftin heldur áfram þar til þú sendir skriflega uppsögn með tölvupósti á netfangið info@smartsocks.is. Til að uppsögn taki gildi strax þarf hún að berast fyrir 1. hvers mánaðar. Berist uppsögn eftir 1. hvers mánaðar tekur uppsögnin gildi frá og með næsta mánaðarmótum og er þá einn áskriftarmánuður skuldfærður af kreditkorti þínu til viðbótar og ein sending af sokkum send til þín.

Áskriftargjaldið er innheimt 5. hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti. Áskriftargjaldið er innheimt þar til uppsögn er lögð inn samkvæmt ofangreindu.

Takist skuldfærslan fyrir áskriftargjaldinu ekki 5. hvers mánaðar, verður sendur tölvupóstur til þín til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til henni sagt er upp. Ef tveir mánuðir eru ógreiddir er litið á sem að áskrift sé sagt upp og verður þá send önnur tilkynninging til þín. Skuldfærsla fyrir ógreiddum áskriftargjöldum er reynd aftur reglulega þar til skuldfærsla tekst. Takist skuldfærsla fyrir ógreiddum áskriftargjöldum er horft á slíkt sem fullnaðargreiðslu en ekki mun opnast fyrir áskriftina þína á ný nema að þú farir í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

Ótímabundinn samningur áskriftargjald greitt að fullu í upphafi.

Greiðsla áskriftargjalds er gerð á kaupdegi þegar gengið er frá skráningu á www.smartsocks.is. Fyrsta sending af sokkum er send til viðtakanda næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir að gengið hefur verið frá áskrift, hvort sem fyrr reynist. Eftir það eru sendingar póstlagðar næstkomandi mánudag eða fimmtudag eftir 5. hvers mánaðar. Tímabilið miðast við kaupdag þinn. Óskir þú ekki eftir því að halda áfram áskift að 12 mánuðum liðnum þarf uppsögn að berast skriflega með tölvupósti á netfangið info@smartsocks.is í síðasta lagi 1. dag mánaðarins áður en áskriftin þín á að endurnýjast. Hafi uppsögn ekki borist, fyrir 1. dag mánaðarins áður en áskrift lýkur, mun áskriftin endurnýjast og kreditkortið þitt skuldfært fyrir nýrri 12 mánaða áskrift.

Takist skuldfærslan ekki fyrir endurnýjun áskriftar er litið svo á að áskrift sé sagt upp og verður ekki reynt frekar að skuldfæra fyrir áskrift. Viljir þú engu að síður halda áfram í áskrift þarft þú að fara í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

3, 6 eða 12 mánaða tímabundin áskrift

Sé 3, 6 eða 12 mánaða áskrift gefin sem gjöf er greiðsla gjalds gerð á kaupdegi, þegar gengið er frá skráningu á www.smartsocks.is. Áskrift sem gjöf samanstendur af 3, 6 eða 12 sendingum af sokkum til þess aðila sem þú skráir að eigi að fá sokkana senda. Þegar 3., 6. eða 12. sending hefur verið send lýkur áskriftinni sjálfkrafa og kemur ekki til fleiri sendinga nema þú, eða móttakandi sokkanna, fari í gegnum hefðbundið skráningarferli á www.smartsocks.is.

Smart Socks áskilur sér rétt til að breyta dagsetningu skuldfærslu en allar slíkar breytingar verða tilkynntar með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara.

— Skilmálar voru upphaflega útgefnir þann 25. ágúst 2017. Breyting var gerð á skilmálum þann 26. september 2017 —

 

VIÐ VILJUM HEYRA Í ÞÉR! 

 

 

 

SENDU OKKUR SKILABOÐ

 

Pin It on Pinterest

Share This